Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 27. nóvember 2015 17:30
Elvar Geir Magnússon
„Costa getur komist í sama flokk og Messi og Ronaldo"
Douglas Costa hefur verið magnaður.
Douglas Costa hefur verið magnaður.
Mynd: Getty Images
Duda Kroeff, fyrrum forseti brasilíska félagsins Gremio, segir að Douglas Costa geti orðið ofurstjarna í sama flokki og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Costa er fyrrum leikmaður Gremio en leikur í dag fyrir þýska stórliðið Bayern München. Hann kom til Bæjara frá Shaktar Donetsk en þessi 25 ára brasilíski landsliðsmaður er kominn með fjórtán stoðsendingar fyrir Pep Guardiola og lærisveina.

„Leikaðferð Douglas hentar liðinu mjög vel. Hann er frábær fyrir Bayern og Bayern er frábært fyrir hann," segir Kroeff.

„Fótboltinn sem Bayern spilar er fótboltinn sem hentar honum best. Þau áhrif sem Pep Guardiola hefur haft á hann eru frábær. Hann á eftir að verða enn betri. Hann er ekki í sama flokki og Messi og Ronaldo en getur komist þangað."

Bayern mætir Herthu Berlín á morgun klukkan 14:30 en leikurinn verður sýndur beint á SkjáEinum og SkjáSporti.
Athugasemdir
banner
banner