Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. nóvember 2015 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard: Alli hefur alla burði til að vera með þeim bestu
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard hefur verið ráðinn sem sérfræðingur hjá BT Sport og sér þar meðal annars um að gefa álit á Evrópudeildinni.

Í gærkvöldi unnu Tottenham og Liverpool leiki sína og talaði Gerrard, sem eins og flestir vita var fyrirliði Liverpool til margra ára, afar vel um Dele Alli, ungan miðjumann Tottenham.

„Ég var vonsvikinn þegar ég frétti að hann væri ekki á leið til Liverpool," sagði Gerrard á BT Sport.

„Ég hélt að þetta væri leikmaður sem Liverpool hefði viljað fanga, sérstaklega í ljósi þess að ég var á mínum síðustu metrum. Þetta er leikmaður sem ég gæti séð fyrir mér í Liverpool treyju næstu 10 til 15 árin, hann hefur hæfileikana í það."

Alli, sem er 19 ára, á fjóra A-landsleiki að baki fyrir England og hefur auk þess spilað tíu deildarleiki fyrir Tottenham frá komu sinni frá MK Dons í sumar.

„Alli hefur meiri reynslu en ég hafði á hans aldri, sérstaklega því hann kom í gegnum unglingastarf MK Dons þar sem hann fékk mikinn spilatíma með aðalliðinu.

„Hann er mjög spennandi leikmaður og hefur alla burði til að verða einn af bestu leikmönnum Englands og jafnvel Evrópu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner