fös 27. nóvember 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Guardiola að taka við Manchester City?
Powerade
Guardiola er orðaður við Manchester City.
Guardiola er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu á þessum fína föstudegi.



Chelsea ætlar að fá Jamie Vardy frá Leicester og Moussa Dembele frá Tottenham í janúar. (Daily Mirror)

Harry Kane er líka á óskalista Chelsea en Jose Mourinho ætlar að bíða fram á sumar með að bjóða í hann. (Daily Mail)

Chelsea er einnig að reyna að fá Nikola Kalinic, fyrrum framherja Blackburn, í sínar raðir. Kalinic hefur skorað tíu mörk í níu leikjum með Fiorentina í vetur. (Gazzetta Dello Sport)

Pep Guardiola hefur samþykkt að hætta með FC Bayern næsta sumar og taka við Manchester City. (Cadena Cope)

Ravel Morrison, miðjumaður Lazio, vill snúa aftur til Englands af persónulegum ástæðum. (Calciomercato)

Steven Gerrard segist vera svekktur með að Liverpool hafi ekki keypt Dele Alli á undan Tottenham. (Evening Standard)

Fabricio Coloccini fær sinn síðasta séns til að sanna að hann eigi að vera með fyrirliðabandið í leiknum gegn Crystal Palace um helgina. (Guardian)

Steve McClaren, stjóri Newcastle, segist ekki geta verið öruggur með sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni nema gerðar verði breytingar á kaupstefnu félagsins. (Daily Star)

Andre Ayew gæti farið frá Swansea í janúar en Liverpool hefur áhuga. (RMC)

Bournemouth ætlar að bjóða sex milljónir punda í Dwight Gayle framherja Crystal Palace. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner