Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. nóvember 2015 13:01
Elvar Geir Magnússon
Joe Hart frá í tíu daga - Silva orðinn leikfær
Joe Hart, markvörður Man City.
Joe Hart, markvörður Man City.
Mynd: EMPICS Sport
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að meiðsli markvarðarins Joe Hart séu ekki mjög alvarleg. Hart fór meiddur af velli í Meistaradeildarleiknum gegn Juventus í vikunni.

„Þetta eru meiðsli á vöðva og það er mikilvægt að hann nái sér að fullu. Ég reikna með því að hann verði frá í tíu daga. Ég kvarta aldrei yfir því að menn séu frá vegna meiðsla. Þetta er ástæðan fyrir því að við höfum leikmannahóp. Ég hef fulla trú á að Willy Caballero standi sig í fjarveru Hart," segir Pellegrini.

Manchester City fær Southampton í heimsókn á morgun en City er í þriðja sæti, tveimur stigum fyrir neðan topplið Leicester.

„Wilfried Bony og David Silva eru aftur orðnir leikfærir. Það er mikilvægt að fá David aftur, hann er mikilvægur fyrir liðið. Sama á við um Sergio Aguero. Það er erfitt að fylla í þeirra skörð," segir Pellegrini.

„David gefur okkur aukna möguleika í spilamennskunni. Þegar lið spila með átta til níu leikmenn bak við boltann erum við miklu meira með boltann og David er með nákvæmustu sendingarnar á síðasta þriðjungi."



Athugasemdir
banner
banner
banner