Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. nóvember 2015 11:30
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn stríddi Cillessen á Snapchat eftir leikinn gegn Hollandi
Kolbeinn og Cillessen í leiknum á Laugardalsveli.
Kolbeinn og Cillessen í leiknum á Laugardalsveli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bókin Áfram Ísland er komin út á en þar er fjallað um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og leiðina í lokakeppni EM 2016. Í bókinni er að finna ýmsar skemmtilegar sögur og þar er meðal annars sagt frá því hvernig Kolbeinn Sigþórsson stríddi hollenska markverðinum Jasper Cillessen eftir að Ísland vann Holland á Laugardalsvelli.

Kolbeinn var leikmaður Ajax í Hollandi þegar Ísland og Holland mættust í Laugardal haustið 2014.

Nokkrir samherjar hans úr Ajax voru í hollenska liðinu. Íslenska liðið vann leikinn eftirminnilega 2-0 og Kolbeinn mætti sigurreifur á næstu æfingar hjá Ajax. Þar lét hann samherja sinn og markvörð hollenska liðsins, Jasper Cillessen, finna fyrir því.

„Ég var svolítið að pirra hann eftir leikinn. Kallaði hann son minn og lét hann ekki í friði í klefanum og á æfingum. Hann fékk mikið að heyra það frá mér,“ segir Kolbeinn í bókinni.

Hann var líka duglegur að senda Cillessen Snapchat-skilaboð og minna hann á hvernig leikurinn hefði farið.

„Ég varð svolítið smeykur fyrir seinni leikinn því ég var búinn að ganga svo langt. Ég vissi að ef þeir myndu vinna þann leik fengi ég þetta allt í andlitið,“ segir Kolbeinn. Þær áhyggjur reyndust þó óþarfar. „Sem betur fer unnum við seinni leikinn líka,“ segir Kolbeinn.

Athugasemdir
banner
banner