Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. nóvember 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kompany: Svaf ekki í þrjá daga eftir árásirnar
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, belgískur miðvörður og fyrirliði Manchester City, segist ekki hafa sofið í þrjá daga eftir hryðjuverkaárásirnar í París.

Það kom síðar í ljós að nokkrir skipuleggjendur og þátttakendur árásanna voru belgískir og var hættustigið þar í landi hækkað í kjölfarið.

„Þetta kom mér í mikið uppnám, ég svaf ekki í þrjá daga eftir árásirnar," sagði Kompany í viðtali hjá CNN.

„Svo var slæmt að fá upplýsingar um að árásirnar tengdust borginni minni. Það særði mig mikið, ég elska borgina mína og fólkið þar. Ég fékk áfall þegar ég heyrði af þessu.

„Brussel mun alltaf vera borg fjölbreytileikans þar sem menningarheimar mætast og ég vil hvetja alla til að tjá sig um hversu gott er að búa þar, við þurfum jákvæðar fréttir."

Athugasemdir
banner
banner