Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. nóvember 2015 15:00
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Aston Villa leggja ekki á sig aukalega
Richards í leik með Villa.
Richards í leik með Villa.
Mynd: Getty Images
Micah Richards, varnarmaður Aston Villa, segir að leikmenn liðsins þurfi að fara að girða sig í brók. Hann er ósáttur við viðhorf hjá nokkrum samherjum sínum og segir að liðið sé feimið við að láta andstæðingana finna fyrir því.

Villa vermir botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins skorað tíu mörk, fæst allra liða í deildinni. Aftur á móti hefur liðið fengið 24 mörk á sig í 13 leikjum.

„Ég ætla nú ekki að sykurhúða þetta neitt, við erum með of marga leikmenn sem bíta ekki frá sér og það er of auðvelt að spila gegn okkur," segir miðvörðurinn.

„Menn vilja ekki hlaupa neitt aukalega og axla ábyrgð. Ég er ekki mikill tölfræðingur en ég held að við hlaupum minnst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Ef þú ert ekki til í að hlaupa fyrir liðsfélaga sinn þá augljóslega fær andstæðingurinn tækifæri."

Aston Villa mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Athugasemdir
banner
banner
banner