Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. nóvember 2015 20:30
Arnar Geir Halldórsson
McClaren ætlar ekki að taka bandið af Coloccini
Heldur bandinu
Heldur bandinu
Mynd: Getty Images
Steve McClaren, stjóri Newcastle, segir ekki koma til greina að taka fyrirliðabandið af Fabricio Coloccini.

McClaren lét leikmenn hafa það óþvegið á æfingu liðsins síðastliðinn mánudag eftir að liðið steinlág fyrir Leicester um síðustu helgi.

Hann tók Coloccini sérstaklega fyrir og gagnrýndi frammistöðu hans á tímabilinu harðlega.

„Að sjálfsögðu verður hann áfram fyrirliði. Við höfum átt frábæra æfingaviku. Það hefur verið mikill kraftur, orka og samkeppni. Akkúrat það sem vantaði í okkar leik um síðustu helgi", segir McClaren.

„Ég hef fengið þau svör sem ég vildi sjá frá leikmönnunum."

„Ég var ósáttur með hugarfar leikmanna í leiknum um síðustu helgi og ég lét þá vita af því. Þetta kemur fyrir og vonandi svörum við fyrir þetta á morgun",
segir McClaren.

Newcastle á verðugt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið heimsækir Crystal Palace.




Athugasemdir
banner
banner