Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 27. nóvember 2017 23:11
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Kristins: Ætluðu ekki að lenda í stóru tapi
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Rúnar Kristinsson tók aftur við KR í byrjun október, eftir tvö ár við stjórnvölinn hjá Lilleström og eitt ár hjá Lokeren.

Fyrsti leikur KR undir hans stjórn var 3-1 tapleikur gegn Víkingi R. í kvöld, en Rúnar kippti sér ekki upp við tapið.

„Það er aldrei gaman að tapa fótboltaleikjum en við viljum nýta þessa leiki til að gefa okkar ungu og efnilegu strákum séns á að sýna sig," sagði Rúnar eftir leik.

„Það er fínt fyrir þá að lenda í alvöru leik eins og í dag. Víkingarnir voru fastir fyrir og ætluðu ekki að lenda í stóru tapi eins og í síðustu viku. Þeir leyfðu okkar strákum að finna fyrir því að meistaraflokksleikir eru ekki eins og 2. flokks leikir."

Rúnari leist vel á ungu leikmennina og segist vera sérlega hrifinn af Björgvini Stefánssyni sem þótti spila vel í dag.

„Við erum hrifnir af Björgvini. Hann er góður leikmaður og við væntum mikils af honum.

„Það er langur vetur framundan og við ætlum að nýta hann til að byggja upp góðan hóp fyrir næsta tímabil."


Miklar væntingar eru bundnar við Rúnar, sem vann úrvalsdeildina tvisvar og bikarinn þrisvar á fjóru og hálfu ári við stjórnvölinn hjá KR, frá 2010 til 2014.
Athugasemdir
banner
banner