mið 27. desember 2017 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Alan Pardew: Þetta voru okkar bestu 90 mínútur
Alan Pardew er stjóri West Brom.
Alan Pardew er stjóri West Brom.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew sem tók við West Brom í lok nóvember hefur ekki tekist að rífa liðið upp úr þeirri slæmu lægð sem þeir eru í.

Þeim tókst þó að taka stig út úr leik þeirra í gær, en þeir mættu þá Everton.

„Það er erfitt að skilja það hvernig við unnum ekki í dag en nú er það bara næsti leikur, þetta var góð frammistaða og stuðningsmennirnir voru frábærir,"sagði Pardew

„Það eru 18 leikir eftir og ef við spilum svona í þeim munum við fá nóg af stigum. Þetta voru líklega bestu 90 mínúturnar frá því ég kom hingað."

Frá því að Pardew tók við hefur liðið krækt í þrjú stig með þremur markalausum jafnteflum, þeir mæta næst Arsenal á Gamlársdag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner