Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 27. desember 2017 21:35
Elvar Geir Magnússon
England: Forysta Man City fimmtán stig - Sigur í Newcastle
Sergio Aguero og DeAndre Yedlin í leiknum í kvöld.
Sergio Aguero og DeAndre Yedlin í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Newcastle 0 - 1 Manchester City
0-1 Raheem Sterling ('31 )

Manchester City hefur náð fimmtán stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir útisigur gegn Newcastle í kvöld. Þetta var átjándi sigur City í röð.

Hinn meiðslahrjáði Vincent Kompany byrjaði í vörn City en þurfti að fara af velli á elleftu mínútu vegna meiðsla. Pep Guardiola gerði sóknarsinnaða skiptingu, Gabriel Jesus kom inn og Fernandinho færðist í vörnina.

City hafði svakalega yfirburði í fyrri hálfleik og komst yfir á 31. mínútu. Eins og oft áður var Kevin de Bruyne arkitektinn að markinu en hann fann Raheem Sterling í teignum og Sterling kláraði. Ótrúlega framfarir sem Sterling hefur tekið síðan Pep Guardiola tók við stjórnartaumunum hjá City.

Á 66. mínútu náði Sergio Aguero að koma boltanum í netið en réttilega var dæmd rangstaða og markið taldi því ekki.

Newcastle sýndi fína baráttu og tók meiri áhættu sóknarlega í seinni hálfleiknum. Dwight Gayle skallaði naumlega framhjá í lok leiksins og 0-1 tap staðreynd. Newcastle er í harðri fallbaráttu, aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti, og fróðlegt að sjá hvort Rafa Benítez nái að styrkja hópinn í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner