Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. desember 2017 11:10
Elvar Geir Magnússon
Firmino fór heim með 21 milljón króna bónusgreiðslur
Firmino fagnar öðru marka sinna gegn Swansea.
Firmino fagnar öðru marka sinna gegn Swansea.
Mynd: Getty Images
Liverpool slátraði Swansea 5-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær en Brasilíumaðurinn Roberto Firmino skoraði tvö mörk í leiknum.

Samkvæmt gögnum Football Leaks er Firmino með um tíu milljónir íslenskra króna í grunnlaun á viku, 68.085 pund.

Ofan á það bætast svo vænar bónusgreiðslur.

Samkvæmt Football Leaks fékk Firmino 25 þúsund pund í bónus fyrir hvert af fyrstu fimm mörkum sínum á tímabilinu. Sú upphæð hækkaði svo upp í 45 þúsund pund fyrir hvert af næstu fimm mörkum þar á eftir.

Gegn Swansea skoraði hann 15. og 16. mark sitt á tímabilinu (Úrvalsdeildin og Meistaradeildin).

Fyrir fyrra markið fékk hann 65 þúsund pund í bónus og svo opnaði hann klásúlu um hækkun á næsta marki sem færði honum 85 þúsund pund.

Firmino fór því með 21 milljón íslenskra króna í bónusgreiðslur heim í vasanum. Fínasti jólabónus.
Athugasemdir
banner
banner
banner