mið 27. desember 2017 22:38
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Erfitt að spila þegar hitt liðið vill ekki spila
Guardiola og hans menn unnu sinn átjánda leik í röð.
Guardiola og hans menn unnu sinn átjánda leik í röð.
Mynd: Getty Images
„Við gerðum algjörlega allt en það er erfitt að spila þegar hitt liðið vill ekki spila," sagði Pep Guardiola eftir að Manchester City náði fimmtán stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna 1-0 1-0 útisigur gegn Newcastle.

„Þetta var ekki auðvelt í lokin því leik er ekki lokið í 2-0. Við sköpuðum næg færi til að vinna 2-0, 3-0 eða 4-0. Maður þarf alltaf að búast við svona aðstæðum. Það er ekki alltaf auðvelt að viðhalda svona spilamennsku."

„En við höfum núna fleiri stig og erum með fimmtán stiga forystu svo við getum einbeitt okkur að næsta leik."

„Hver stjóri getur ákveðið hvernig hann vill spila. Ég kýs það að spila en ég virði það sem andstæðingurinn gerir. Við þurfum að finna það út hvernig sækja eigi gegn þeim."

Raheem Sterling skoraði eina mark leiksins en hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Guardiola.

„Raheem Sterling er að skora mikið og að spila vel. Við erum auðvitað ánægðir með það," segir Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner