Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 27. desember 2017 16:37
Elvar Geir Magnússon
Hallgrímur Jónasson í KA (Staðfest)
Hallgrímur kominn í treyju KA.
Hallgrímur kominn í treyju KA.
Mynd: KA TV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Hallgrímur Jónasson hefur skrifað undir samning við KA en þetta tilkynnti Akureyrarfélagið á fréttamannafundi rétt í þessu.

Samningurinn er til fjögurra ára.

Hallgrímur er 31 árs og kvaddi danska félagið Lyngby á dögunum. Hann hefur verið í atvinnumennsku í Skandinavíu síðan 2009 en hann lék með Keflavík, Þór Akureyri og uppeldisfélaginu Völsungi áður en hann fór út. Hann á 16 landsleiki en hefur ekki verið inni í myndinni síðustu tvö ár.

Auk þess að vera leikmaður hjá KA mun hann starfa við afreksþjálfun yngri iðkenda KA.

„Við erum einstaklega ánægðir með það að Hallgrímur hafi ákveðið að taka slaginn með KA og ég er viss um að þessi samningur verði lyftistöng fyrir allt félagið," sagði Eiríkur S. Jóhannsson, formaður KA, á fréttamannafundinum í dag.

„Hallgrímur tók rétta ákvörðun að skrifa undir hjá KA. Það voru mörg stór félög á eftir honum og ég verð að hrósa stjórnarmönnum. Hallgrímur er leikmaður sem getur lyft liðinu og félaginu á næsta level. Það eru gleðitíðindi fyrir KA að hann hafi skrifað undir hjá okkur," sagði Túfa, þjálfari KA.

Hallgrímur sjálfur hafði þetta að segja:

„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera búinn að taka ákvörðun. Eftir að ég talaði við stjórnina og Túfa um daginn þá sannfærðist ég um að þetta væri rétta skrefið. Það kom mér á óvart hvað þetta er vel sett upp og ég er mjög spenntur. Ég er að norðan og fjölskyldan er flutt norður," sagði Hallgrímur á fréttamannafundinum.

KA hafnaði í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili en viðtal við Hallgrím kemur hér á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir
banner