Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 27. desember 2017 17:01
Elvar Geir Magnússon
Hallgrímur: Vel spilandi lið sem er fullt af Húsvíkingum
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: KA
Húsvíski miðvörðurinn Hallgrímur Jónasson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við KA en hann hefur verið í atvinnumennsku síðan 2009.

Í viðtali við heimasíðu KA segist Hallgrímur hafa fylgst með KA á liðnu tímabili en liðið hafnaði þá í sjöunda sæti sem nýliði í deildinni.

„Ég mætti á Valsvöllinn og sá þá spila þar. Ég var mjög hrifinn af leiknum gegn FH úti, liðið spilaði flottan fótbolta og þorði. Þetta er vel spilandi lið og fullt af Húsvíkingum. Mér lýst vel á þetta," segir Hallgrímur.

Mikil hefð er fyrir Húsvíkingum í liði KA en Elfar Árni Aðalsteinsson, Ásgeir Sigurgeirsson og bræðurnir Hallgrímur og Hrannar Steingrímssynir eru allir frá bænum.

„Ég þekki þá alla. Ég hef æft með þeim þegar ég hef verið að koma heim, bæði í sumar- og vetrarfríum. Svo var pabbi minn að þjálfa hjá Völsungi og þjálfaði þá flesta. Ég þekki þá bæði í boltanum og fyrir utan völlinn."

Viðtalið er birt með leyfi heimasíðu KA og má sjá það í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir meðal annars um þjálfunarstarf sitt en hann sér um afreksþjálfun yngri flokka KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner