mið 27. desember 2017 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía í dag - Mílanó liðin mætast í bikarnum
Síðast þegar liðin mættust skoraði Icardi þrennu, hvað gerist í dag?
Síðast þegar liðin mættust skoraði Icardi þrennu, hvað gerist í dag?
Mynd: Getty Images
Það fer fram einn leikur í ítalska bikarnum í dag, og það er enginn lítil leikur.

Stórliðin frá Mílanó mætast þá á San Siro vellinum, um er að ræða leik í 8-liða úrslitum keppninnar.

AC Milan komst áfram í átta liða úrslitin eftir 3-0 sigur á Hellas Verona, Inter þurfit hins vegar að fara í vítaspyrnukeppni gegn Pordenone Calcio til að tryggja sæti sitt í næstu umferð.

Þegar liðin mættust síðast var boðið upp á fimm marka leik, Inter skoraði þrjú þeirra og AC Milan tvö þeirra. Mauro Icardi skoraði öll mörk Inter í leiknum, en Suso og sjálfmark Samir Handanovic sáu til þess að mörkin urðu tvö hjá AC Milan.

Miðvikudagur 27. desember.
19:45 AC Milan - Inter Milan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner