mið 27. desember 2017 20:30
Magnús Már Einarsson
Mitrovic vill fara frá Newcastle
Mynd: Getty Images
Serbneski framherjinn Aleksandar Mitrovic vill fara frá Newcastle en hann hefur ekki verið inni í myndinni á þessu tímabili.

Mitrovic hefur einungis leikið sex leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hann er á eftir Dwight Gayle, Joselu og Ayoze Perez í goggunarröðinni.

„Ég hef beðið eftir tækifæri undanfarna mánuði og þetta er leiðinlegt, því ég elskaði Newcastle, en nú er tími til að ég horfi meira á sjálfan mig og finni bestu lausnina fyrir feril minn," sagði hinn skapheiti Mitrovic.

„Ég reyndi að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér og liðsfélögunum á öllum æfingum og í öllum leikjum. Það veltur ekki á mér hvort ég fái tækifæri. Allir vita að ég hef verið skilinn eftir."

„Mér hefur aldrei liðið betur og líkamlega er ég í fullkomnu formi. Ég get ekki beðið eftir að spila. Mikilvægast er að finna lið þar sem ég fæ að spila."


Hinn 23 ára gamli Mitrovic kom til Newcastle frá Anderlect á 13 milljónir punda árið 2015 en hann hefur skorað fórtán deildarmörk síðan þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner