mið 27. desember 2017 14:44
Elvar Geir Magnússon
Mourinho sagður bjartsýnn á að fá Dybala
Dybala í leik með Juventus.
Dybala í leik með Juventus.
Mynd: Getty Images
Daily Star segir að Jose Mourinho, stjóri Manchester United, sé bjartsýnn á að geta fengið Paulo Dybala til Manchester United næsta sumar.

Dybala hefur einnig verið orðaður við Real Madrid, Barcelona, Paris Saint-Germain og Bayern München.

Eftir frábæra byrjun á tímabilinu með Juventus hefur Dybala þurft að verma tréverkið að undanförnu. Massimiliano Allegri hefur reynt að trekkja Dybala aftur í gang en það hefur ekki skilað sér enn.

Þrátt fyrir erfiðan kafla er Dybala með fimmtán mörk og fjórar stoðsendingar í 25 mótsleikjum á tímabilinu.

Mourinho vill bæta við sig sóknarmiðjumanni og líklegt er talið að Henrikh Mkhitaryan yfirgefi félagið næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner