Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 27. desember 2017 13:36
Elvar Geir Magnússon
Mutko hættir sem formaður undirbúningsnefndar HM
Mutko er sakaður um að hafa verið með puttana í lyfjasvindli rússneskra íþróttamanna.
Mutko er sakaður um að hafa verið með puttana í lyfjasvindli rússneskra íþróttamanna.
Mynd: Getty Images
Hinn afar umdeildi Vitaly Mutko segist ætla að stíga af stóli sem formaður undirbúningsnefndar HM í Rússlandi.

Mutko var íþróttamálaráðherra Rússlands þegar Ólympíuleikarnir í Sochi fóru fram árið 2014 en hann var fyrr í þessum mánuði dæmdur í lífstíðarbann frá afskiptum af Ólympíuleikum.

Lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna hefur mikið verið til umfjöllunar og Mutko sakaður um að bera mikla ábyrgð.

Mutko segir að annar háttsettur maður í skipulagsnefnd HM, Alexei Sorokin, muni taka formannssætið.

Þessar fréttir koma tveimur dögum eftir að Mutko tilkynnti það að hann myndi tímabundið stíga af stóli sem forseti rússneska knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner