Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. desember 2017 22:13
Elvar Geir Magnússon
Shearer segir að Newcastle sé Championship lið í úrvalsdeildinni
Alan Shearer.
Alan Shearer.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: Getty Images
„Newcastle er á skriði í átt að falli, það er klárt mál," segir Alan Shearer, ein mesta goðsögn í sögu félagsins. Newcastle tapaði 0-1 í kvöld fyrir Manchester City.

„Eins og Rafael Benítez knattspyrnustjóri setur þetta upp lítur út fyrir að hann sé með annað augað á leiknum gegn Brighton um næstu helgi. Það er leikur sem má ekki tapast á heimavelli."

Newcastle hefur gefið rækilega eftir í deildinni eftir ágæta byrjun og er liðið nú stigi frá fallsæti.

„Þeir eru Championship lið sem spilar í úrvalsdeildinni, ég held að stuðningsmenn skilji það. Benítez hefur ýjað að því að hann þurfi að fá leikmenn inn og ef þeir koma ekki þá verður þetta fallbarátta."

„Gegn liðum eins og Brighton og Stoke þarf hugarfarið að vera annað og liðið þarf að sækja meira. Í dag var mjög neikvætt upplegg. Eina markið kom í fyrri hálfleik en Benítez gat byrjað að sækja fyrr. Frekar þegar 25 mínútur voru eftir heldur en þegar það voru 10 mínútur," segir Shearer.

Benítez: Þurfum að fá menn í janúar
Benítez sagði eftir leikinn í kvöld að hann hefði verið ánægður með skipulagið á liðinu.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og við þyrftum að leggja hart á okkur til að fá eitthvað úr honum. Við bjuggum okkur undir það að þurfa að verjast og spila með skyndisóknum. Við þurftum að vera þéttir og verjast vel," segir Benítez.

„Við hefðum getað verið betri á boltann í fyrri hálfleik og ræddum það í klefanum. Ég er ánægður með viðbrögðin í seinni hálfleik. Við fengum tvö til þrjú færi gegn liði sem var mikið meira með boltann."

„Við þurfum að fá einhverja inn í janúarglugganum til að hjálpa liðinu en við höfum samt enn mikla trú á hópnum," segir Benítez.
Athugasemdir
banner
banner