Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. desember 2017 17:14
Elvar Geir Magnússon
Telegraph: Liverpool semur um kaup á Van Dijk fyrir 75 milljónir punda
Verði af kaupum Liverpool verður Van Dijk dýrasti varnarmaður sögunnar.
Verði af kaupum Liverpool verður Van Dijk dýrasti varnarmaður sögunnar.
Mynd: Getty Images
Klopp ætlar að efla vörnina.
Klopp ætlar að efla vörnina.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur unnið kapphlaupið um hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk hjá Southampton en þetta segist Telegraph hafa eftir heimildum. Sagt er að kaupverðið verði 75 milljónir punda.

Liverpool reyndi án árangurs að kaupa Van Dijk síðasta sumar en virðist nú vera að landa kappanum. Síðustu daga hefur félagið rætt við Southampton og náðu í dag samkomulagi um kaupverðið.

Manchester City og Chelsea hafa einnig sýnt áhuga á leikmanninum en hann fer til Liverpool nema eitthvað ofurtilboð berist á síðustu stundu.

Van Dijk var skilinn eftir utan liðs í byrjun tímabils hjá Southampton þar sem talið var að hann hefði ekki einbeitingu í að spila. Mauricio Pellegrino kallaði hann aftur inn í liðið en hann hefur verið geymdur á bekknum síðustu leiki og málið verið erfitt fyrir félagið.

Van Dijk, sem er 26 ára, vill fara til Liverpool og spila undir stjórn Jurgen Klopp.

Telegraph segir mögulegt að Liverpool gæti gengið frá kaupunum formlega áður en félagaskiptaglugginn opnar næsta mánudag.

Verði af kaupum Liverpool verður Van Dijk dýrasti varnarmaður sögunnar. Núverandi met var sett á liðnu sumri þegar Manchester City borgaði 54 milljónir punda fyrir Kyle Walker.

Van Dijk verður jafn dýr og Romelu Lukaku sem kostaði 75 milljónir punda og er næst dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Paul Pogba (90 milljónir) er sá dýrasti.

Southampton hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum og hefur ákveðið að betra sé fyrir félagið að selja miðvörðinn og nota peninginn til að styrkja hóp sinn í janúarglugganum.

Jurgen Klopp hefur fengið harða gagnrýni fyrir að styrkja varnarlínu sína ekki en hann er nú svo sannarlega að bregðast við þeirri gagnrýni.

Uppfært 17:50: Daily Mirror, Times og fleiri fjölmiðlar segja að Van Dijk hafi þegar farið í læknisskoðun hjá Liverpool og að tilkynnt verði um kaupin í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner