Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. desember 2017 22:01
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Argentínu lenti í útistöðum við lögreglu
Jorge Sampaoli er 57 ára.
Jorge Sampaoli er 57 ára.
Mynd: Getty Images
Mynd: Skjáskot
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, lenti í útistöðum við lögreglu eftir að hafa verið viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar á sunnudagskvöld.

Bifreið sem hann var farþegi í var stöðvuð af lögreglu þar sem of margir farþegar voru í bílnum. Sampaoli trylltist við þessa skipun og öskraði á lögregluþjóna.

„Þið látið mig ganga tvær húsalengdir, asni. Þú græðir 100 pesos (600 krónur) á mánuði, heimskingi," öskraði Sampaoli en ökumaður í bifreið fyrir aftan náði þessu á myndband.

Sampaoli og fleiri farþegar yfirgáfu bifreiðina og löbbuðu á hótelið sitt sem staðsett var rétt hjá.

Sampaoli er sjálfur milljónamæringur og hefur verið harðlega gagnrýndur í Argentínu fyrir villimannlega framkomu sína við lögreglu. Hann hefur beðist afsökunar en greinilegt er á myndbandinu að hann er undir áhrifum áfengis.

Sampaoli tók við Argentínu í erfiðri stöðu í apríl en náði með naumindum að koma liðinu á HM í Rússlandi. Þar verður liðið í riðli með Íslandi.




Athugasemdir
banner
banner