Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 27. desember 2017 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
Leikmenn Tottenham voru léttir, ljúfir og kátir í gær.
Leikmenn Tottenham voru léttir, ljúfir og kátir í gær.
Mynd: Twitter
Hér má sjá brot af umræðunni á samskiptamiðlinum Twitter í boði Vodafone. Með því að fylgja Fótbolta.net á Twitter færðu fréttaveitu þar sem inn rúlla nýjustu fréttirnar úr boltanum.

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter. Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet.



Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA:
Ekkert jólafrí hér á bæ, læti á skrifstofunni þessa dagana.

Eiríkur Ólafsson, fótboltaáhugamaður:
Móri er svo mikið í bullinu. Nú kennir hann ekki nægri eyðslu að árangur hans er ekki betri. Getur ekki verið að leikmönnum finnist bara leiðinlegt að spila boltann hans og því ná þeir ekki City. #fotboltinet

Guðmundur Guðjónsson, stuðningsmaður Liverpool:
Mér finnst Firmino vanmetinn leikmaður og fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið. Vinnuhestur sem er kominn með 16 mörk á tímabilinu. #fotboltinet

Tómas Meyer, stuðningsmaður Liverpool:
Þetta samba Liverpool lið er að gera frábær jól enn betri #LFC #Fotboltinet #🎅

Steingrímur Sævarr, stuðningsmaður Liverpool:
Í hvert skipti sem þulurinn segir McBurnie sé ég fyrir mér kolbrenndan hammara hjá McDonald's #LIVSWA #fotboltinet

Sindri Már Stefánsson, stuðningsmaður Man Utd:
2x leikmenn sem geta eitthvað í þessu United liði undanfarið eru Young og Lingard. Sama hvað aðrir twitter sérfræðingar segja. #fotboltinet #djöflarnir

Daníel Geir Moritz, Innkastino
Ginger Mourinho > Jose Mourinho #fotboltinet



Athugasemdir
banner
banner