Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. desember 2017 20:01
Magnús Már Einarsson
Van Dijk mætti KR og Stjörnunni
Van Dijk í leiknum á KR-velli árið 2014.
Van Dijk í leiknum á KR-velli árið 2014.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Virgil van Dijk verður dýrasti varnarmaður sögunnar hann gengur í raðir Liverpool á 75 milljónir punda þegar félagaskiptaglugginn opnar á mánudaginn.

Van Dijk þekkir til á Íslandi því hann spilaði á KR-velli sumarið 2014 og í Garðabæ gegn Stjörnunni ári síðar.

Bæði árin var Van Dijk að spila með Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. Celtic vann KR 1-0 á Íslandi og samanlagt 5-0 en Van Dijk skoraði í 4-0 sigri í leik liðanna í Skotlandi. Celtic vann síðan Stjörnuna 4-1 á Íslandi og samanlagt 6-1 árið 2015.

Southampton keypti hinn 26 ára gamla Van Dijk rúmum mánuði eftir leikinn í Garðabæ en kaupverðið þar hljóðaði upp á 13 milljónir punda.

Félagaskipti Van Dijk
2013 - Frá Groningen til Celtic á 2,6 milljónir punda
2015 - Frá Celtic til Southampton á 13 milljónir punda
2018 - Frá Southampton til Liverpool á 75 milljónir punda

Arnar Smárason, stuðningsmaður KR og Liverpool, hreifst af Van Dijk á KR-velli árið 2014. Ósk hans um að fá Hollendinginn til Liverpool er nú að rætast.

Athugasemdir
banner
banner
banner