Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 27. desember 2017 18:04
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk til Liverpool (Staðfest)
Dýrasti varnarmaður heims
Van Dijk verður í treyju númer fjögur.
Van Dijk verður í treyju númer fjögur.
Mynd: Liverpool FC
Liverpool hefur staðfest á heimasíðu sinni að félagið hafi náð samkomulagi við Southampton um kaup á miðverðinum Virgil van Dijk.

Liverpool hefur náð samkomulagi við Southampton og við leikmanninn sjálfan. Þessi 26 ára hollenski varnarmaður verður orðinn skráður leikmaður Liverpool þegar félagaskiptaglugginn opnar 1. janúar.

Hann verður þó ekki löglegur sem leikmaður fyrr en daginn eftir svo hann getur ekki spilað gegn Burnley á Nýársdag. Hann verður löglegur þegar Liverpool mætir Manchester City í úrvalsdeildinni þann 14. janúar.

Van Dijk verður í treyju númer fjögur hjá nýjum vinnuveitendum.

Liverpool borgar 75 milljónir punda fyrir Van Dijk sem verður þar með dýrasti varnarmaður heims. Fyrra met var sett í sumar þegar Manchester City borgaði 54 milljónir punda fyrir Benjamin Mendy frá Mónakó.

Van Dijk hefur spilað fyrir Southampton frá 2015 en þá kom hann frá skoska liðinu Celtic þar sem hann varð tvívegis Skotlandsmeistari. Hann hefur leikið sextán landsleiki fyrir Holland.

Liverpool reyndi að kaupa Van Dijk síðasta sumar en án árangurs. Van Dijk var óánægður með að skiptin gengu ekki í gegn og hefur hann verið skilinn eftir utan liðs hjá Southampton á þessu tímabili þar sem hausinn hefur ekki verið rétt stilltur. Um tíma æfði hann einn.

Samkvæmt frétt BBC gerði Celtic klásúlu þegar Van Dijk var seldur um að félagið fengi 10% af næstu sölu leikmannsins. Skotlandsmeistararnir fá því vænan skerf.
Athugasemdir
banner
banner
banner