banner
   mið 27. desember 2017 12:54
Elvar Geir Magnússon
Varnarmaður Liverpool fær ákæru vegna líkamsárásar
Flanagan með konu sem vinnur í mötuneyti Liverpool.
Flanagan með konu sem vinnur í mötuneyti Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jon Flanagan, bakvörður Liverpool, hefur verið ákærður vegna líkamsárásar í miðbæ Liverpool borgar 22. desember.

Flanagan er 24 ára en hann var handtekinn vegna árásar sem átti sér stað klukkan 3:20 um nótt.

Flanagan þarf að mæta fyrir dómstóla í Liverpool á nýju ári.

Tímabilið 2010/2011 spilaði Flanagan sína fyrstu leiki fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og mikla vonir voru þá bundnar við hann. Framfarir hans hafa þó ekki verið miklar og hann hefur nánast eingöngu spilað með varaliðinu á þessu tímabili.

Hann spilaði þó allan leikinn þegar Liverpool tapaði fyrir Leicester í deildabikarnum.

Talsmaður Liverpool segir að félagið muni ekki tjá sig um ákæruna á Flanagan að svo stöddu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner