banner
   mið 27. desember 2017 21:13
Elvar Geir Magnússon
Voru hræddir um að City myndi stela Van Dijk - Læknar Liverpool sendir í flug
Van Dijk er kominn til Liverpool.
Van Dijk er kominn til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool tók enga áhættu þegar félagið gekk frá kaupunum á varnarmanninum Virgil van Dijk frá Southampton.

Forráðamenn Liverpool höfðu áhyggjur af því að Manchester City myndi skerast í leikinn og stela Van Dijk frá þeim á síðustu stundum. Læknateymi Liverpool fór því með flugi á suðurströndina og lenti á flugvellinum í Bournemouth í morgun.

Læknarnir voru svo tilbúnir að taka Van Dijk í læknisskoðun um leið og búið væri að ná samkomulagi við Southampton um kaupverðið. Með þessu var komið í veg fyrir að það yrðu nokkrar tafir á kaupunum.

Búið var að gera samkomulag við leikmanninn um 180 þúsund pund í vikulaun og því var hægt að ganga frá kaupunum, fimm dögum áður en janúarglugginn opnar.

Liverpool borgaði á endanum um 15 milljónum pundum meira fyrir leikmanninn en útlit var fyrir síðasta sumar. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er sannfærður um að Van Dijk sé framúrskarandi leiðtogi sem liðinu hefur vantað í varnarlínuna.

Sjá einnig:
Líkir Van Dijk við Rio Ferdinand
Athugasemdir
banner
banner
banner