Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. desember 2017 14:09
Elvar Geir Magnússon
Wilshere og Arsenal reyna að ná saman um launamál
Wilshere á æfingu.
Wilshere á æfingu.
Mynd: Getty Images
Samningur miðjumannsins Jack Wilshere við Arsenal rennur út næsta sumar og viðræður um nýjan samning snúast um launamál leikmannsins. Þetta segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Wilshere hefur leikið vel á þessu tímabili eftir að hann var lánaður til Bournemouth á síðasta tímabili.

Wilshere hefur sagst vilja skrifa undir nýjan samning en Wenger segir að hann verði að ná samkomulagi við félagið um laun.

„Við munum setjast niður með honum. Ef við náum samkomulagi fjárhagslega þá vill hann vera áfram," segir Wenger.

Varðandi janúargluggann segist hann reikna með því að reyna að styrkja leikmannahóp sinn. Hann segir að ekkert nýtt sé að frétta af málum Alexis Sanchez.

„Það hefur ekki verið haft samband vegna hans og ég stend við það sem ég hef áður sagt," segir Wenger.
Athugasemdir
banner
banner