Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. janúar 2015 19:57
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkumótið: Þarf að draga um hvort liðið kemst í 8-liða úrslit
Max-Alain Gradel skoraði gífurlega mikilvægt sigurmark Fílabeinsstrandarinnar.
Max-Alain Gradel skoraði gífurlega mikilvægt sigurmark Fílabeinsstrandarinnar.
Mynd: Getty Images
Fílabeinsströndin lagði Kamerún af velli og vann þannig D-riðil Afríkumótsins á meðan Gínea gerði jafntefli við Malí.

Max Gradel skoraði eina mark Fílabeinsstrandarinnar sem mætir Alsír í 8-liða úrslitum á meðan Gínea og Malí enda jöfn á stigum, innbyrðisviðureignum og markatölu í 2-3. sæti riðilsins.

Þegar ekkert skilur tvö lið að í riðlakeppni þarf að draga um hvort liðið kemst áfram í 8-liða úrslit þar sem næstu andstæðingar eru Ganverjar.

Hefði Kamerún tekist að jafna gegn Fílabeinsströndinni væru öll fjögur lið riðilsins jöfn á stigum, innbyrðisviðureignum og markatölu sem væri afar skrítið mál.

Kamerún 0 - 1 Fílabeinsströndin
0-1 Max Gradel ('35)

Gínea 1 - 1 Malí
1-0 Kevin Constant ('15, víti)
1-1 Modibo Maiga ('47)

8-liða úrslit:
Austur-Kongó - Vestur-Kongó
Fílabeinsströndin - Alsír
Gana - Gínea eða Malí
Túnis - Miðbaugs-Gínea
Athugasemdir
banner
banner