Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. janúar 2015 17:07
Alexander Freyr Tamimi
Diego Costa ákærður fyrir að traðka á Can
Costa er í vondum málum.
Costa er í vondum málum.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Diego Costa, framherja Chelsea, fyrir hegðun sína í 1-0 sigrinum gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

Brasilíumaðurinn, sem spilar að vísu fyrir landslið Spánar, gerði sig sekan um að traðka á Emre Can við hliðarlínuna snemma í leiknum.

Dómarinn Michael Oliver sá ekki athæfið og dæmdi ekkert á Costa, sem hefði þó líklega átt að fá rautt spjald.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur nú skoðað málið og komist að þeirri niðurstöðu að Costa braut af sér, og verður hann því ákærður.

Þessi fyrrum framherji Atletico Madrid er því að öllum líkindum á leið í leikbann og gæti misst af toppslagnum gegn Manchester City um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner