Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 28. janúar 2015 10:19
Magnús Már Einarsson
Í höndum Oliver hvort Costa verði í banni gegn Man City
Costa í veseni.
Costa í veseni.
Mynd: Getty Images
Dómarinn Michael Oliver ræður því hvort Diego Costa verði í leikbanni í toppslag Chelsea og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Costa var enn og aftur í sviðsljósinu í leik Chelsea og Liverpool í enska deildabikarnum í gærkvöldi þegar hann traðkaði á Emre Can.

Enska knattspyrnusambandið mun ræða við Oliver í dag og spyrja hvort að hann eða aðstoðarmenn hans hafi séð atvikið í leiknum.

Ef svarið er ,,nei" þá getur enska knattspyrnusambandið tekið málið upp og dæmt út frá myndbandsupptöku.

Costa gæti þá átt yfir höfði sér þriggja leikja bann sem myndi byrja strax gegn Manchester City á laugardag.


Athugasemdir
banner
banner