Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. janúar 2015 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Inzaghi: Tók Ferguson sjö ár að vinna fyrsta titilinn
Pippo er orðinn valtur í sessi.
Pippo er orðinn valtur í sessi.
Mynd: Getty Images
Filippo Inzaghi, þjálfari AC Milan, er sannfærður um að geta gert félagið að stórveldi á ný ef hann fær tíma til þess.

Sjöföldu Evrópumeistararnir eru í 11. sæti ítölsku deildarinnar og eru úr leik í bikarnum eftir 3-1 tap gegn tíu leikmönnum Lazio í gærkvöldi. Er farið að hitna verulega undir þessum fyrrum framherja Mílanóliðsins.

,,Mér þykir það leitt að hafa tapað leik sem við áttum algerlega ekki skilið að tapa," sagði Inzaghi.

,,Við spiluðum vel í kvöld, liðið gaf allt í þetta og mér þykir leitt að detta út á þennan hátt."

,,Við verðum að byrja upp á nýtt, því við höfum ekki gert það sem við vildum gera. Ég ætla ekki að leita að afsökunum, og ég vil ekki bera mig saman við hann, en Sir Alex Ferguson vann sinn fyrsta titil eftir sjö ár við stjórnvölinn hjá Manchester United."

,,Við vitum að við verðum að bæta okkur, en við verðum að endurbyggja liðið og ég þarf tíma. Með þrotlausri vinnu munum við reisa Milan á þann stall sem félagið var á."

Athugasemdir
banner