Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. janúar 2015 14:30
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn ætlar að hjálpa Ajax að vinna í fimmta sinn í röð
Kolbeinn Sigþórsson fer ekkert í janúar.
Kolbeinn Sigþórsson fer ekkert í janúar.
Mynd: Getty Images
Ljóst er að íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er ekki á förum frá Ajax í janúarglugganum. Markahrókurinn hefur verið orðaður við Lille og QPR en mun klára tímabilið í Hollandi.

„Það er klárt að hann verður áfram. Nú er það eina sem kemst að hjá honum að hjálpa Ajax að vinna hollenska meistaratitilinn fimmta árið í röð. Hann vill gefa allt í þetta fyrir Ajax," segir Andri Sigþórsson, bróðir Kolbeins og umboðsmaður, við hollenska fjölmiðla.

Kolbeinn á ekki lengur fast sæti í fremstu víglínu hjá Ajax eftir góða frammistöðu pólska sóknarmannsins Arek Milik.

Ajax er í öðru sæti hollensku deildarinnar, sex stigum á eftir PSV Eindhoven.
Athugasemdir
banner
banner
banner