Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. janúar 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Náðu upplýsingum frá AC Milan með símahrekk
Galliani var plataður.
Galliani var plataður.
Mynd: Getty Images
Filippo Inzaghi, þjálfari AC Milan, er undir pressu þessa dagana en liðið er í ellefta sæti í Serie A eftir dapurt gengi að undanförnu.

Mikil umræða er um framtíð Inzaghi í ítölskum fjölmiðlum en útvarpsstöðin RDS ákvað að ganga skrefinu lengra.

Þáttastjórnandi í útvarpsþætti á RDS hringdi í Adriano Galliani framkvæmdastjóra AC Milan og laug að hann væri Massimo Ferrari forseti Samdporia.

Þáttastjórnandinn þóttist vera Ferrari í góðan tíma og datt á gott spjall með Galliani. Hann spurði meðal annars hvort að Inzaghi yrði rekinn ef AC Milan myndi tapa næsta leik.

,,Nei, ekki nema það verði stórslys. Annars munum við halda okkur við hann út tímabilið og sjá síðan til," sagði Galliani í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner