Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. janúar 2015 13:00
Elvar Geir Magnússon
Naughton vill gera eins og Gylfi
Mynd: Getty Images
Kyle Naughton segist stefna á að feta í fótspor Gylfa Þórs Sigurðssonar og slá í gegn hjá Swansea eftir að hafa komið frá Tottenham.

Naughton telur sig einnig geta blómstrað í Wales eftir að hafa átt nokkuð erfiða tíma hjá Tottenham.

„Ég hef nokkrum sinnum séð Gylfa spila síðan hann kom hingað og hann gerir allt rétt. Eftir að hafa spilað með honum veit ég nákvæmlega hvað hann getur og það kemur mér ekkert á óvart hversu góður hann hefur verið," segir Naughton sem er ákveðinn í að sýna að hann geti fest sig í sessi í efstu deild.

„Ég vil blómstra hjá Swansea eins og hann. Þetta er einn hentugasti staðurinn til að koma á og gera það og leikstíll liðsins hentar mér líka."

„Það kom til greina að lána mig en ég vildi skipta alfarið því ég tel mann spila betri fótbolta þegar maður hefur fest niður rætur. Ég vil sanna að ég er gæðaleikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner