mið 28. janúar 2015 09:00
Magnús Már Einarsson
Óheppni íslenski tipparinn vissi ekki af Liverpool leiknum
Sigur hjá Liverpool hefði getað gefið tipparanum 210 milljónir.
Sigur hjá Liverpool hefði getað gefið tipparanum 210 milljónir.
Mynd: Getty Images
Mikla athygli vakti um síðustu helgi þegar Íslendingur var hársbreidd frá því að vinna 210 milljónir á enska getraunaseðlinum.

Óvænt úrslit urðu í enska bikarnum um helgina en þegar tólf leikir voru búnir á seðlinum var tipparinn með alla leki rétta. Markalaust jafntefli Liverpool og Bolton varð hins vegar til þess að hann fékk ekki þrettán rétta því hann hafði tippað á sigur Liverpool.

Tipparinn hefur sótt vinninginn en hann var þó ekkert að stressa sig yfir leik Liverpool og Bolton á laugardag. Tipparinn hafði nefnilega ekki hugmynd um að sá leikur hefði kostað hann 210 milljónir.

,,Hann keypti sjálfvalsmiða, er ekki mikill sérfræðingur í knattspyrnu og hafði ekki hugmynd um að það væri vinningur á miðanum þegar hann lét renna honum í gegn um sölukassann," sagði Pétur Hrafn Sigurðsson deildarstjóri hjá Íslenskum Getraunum í samtali við Fótbolta.net.

,,Því síður vissi hann að það valt á úrslitum síðasta leiksins, leiks Liverpool og Bolton að hann yrði einn með 13 rétta og 205 milljónum króna ríkari."

,,Hann fékk 4.3 milljónir króna í vinning og var nokkuð sáttur með það, þó svo að 205 milljónir hefðu komið sér vel í eftirlaunasjóðinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner