Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. janúar 2015 21:52
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Fimm mörk og tvö rauð er Barca sló Atletico út
Neymar gerði tvö af þremur mörkum Börsunga.
Neymar gerði tvö af þremur mörkum Börsunga.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 2 - 3 Barcelona (2-4 samanlagt)
1-0 Fernando Torres ('1)
1-1 Neymar ('9)
2-1 Raul Garcia ('30, víti)
2-2 Miranda ('38, sjálfsmark)
2-3 Neymar ('41)
Rautt spjald: Gabi, Atletico ('45) og Mario Suarez, Atletico ('84)

Ótrúlega fjörugri viðureign milli Atletico Madrid og Barcelona var að ljúka rétt í þessu þegar Börsungar komu sér í undanúrslit spænska Konungsbikarsins.

Atletico þurfti sigur í kvöld eftir að hafa tapað fyrri viðureigninni á Camp Nou og byrjaði Fernando Torres á því að skora eftir tæplega 40 sekúndna leik.

Neymar jafnaði á níundu mínútu og Raul Garcia kom heimamönnum aftur yfir þegar hann skoraði úr umdeildri vítaspyrnu á 30. mínútu.

Miranda, varnarmaður Atletico, gerði svo sjálfsmark áður en Neymar kom Börsungum yfir rétt fyrir leikhlé.

Mikill hiti var í leiknum þar sem hart var barist og auðvelt fyrir dómara að gera mistök þegar tempóið er svona hátt, en Gabi, miðjumaður Atletico, var gífurlega ósáttur með dómgæsluna og fékk rautt spjald fyrir að tjá sig á leið til búningsklefa í hálfleik.

Arda Turan missti þá stjórn á sér og kastaði takkaskó að línuverði en fékk merkilega ekki rautt spjald fyrir. Ekkert var skorað í síðari hálfleik en Mario Suarez, leikmaður Atletico, fékk rautt spjald undir lokin og sigur Börsunga staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner