banner
   mið 28. janúar 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Sterling til Real Madrid?
Powerade
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Chelsea vill fá Sergio Ramos.
Chelsea vill fá Sergio Ramos.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr enska boltanum í dag en félagaskiptaglugginn lokar næstkomandi mánudag.



Real Madrid hefur endurvakið áhuga sinn á Raheem Sterling framherja Liverpool. Real er tilbúið að greiða 50 milljónir punda fyrir hann. (Daily Star)

Chelsea hefur rætt við umboðsmann Sergio Ramos í von um að fá varnarmanninn frá Real Madrid í sumar. (Daily Express)

Chelsea er ennþá í viðræðum við Fiorentina um kaup á Juan Cuadrado. (London Evening Standard)

QPR vill fá framherjann Fraizer Campbell frá Crystal Palace en Jordon Mutch gæti farið í hina áttina í staðinn. (Daily Mirror)

Ravel Morrison, miðjumaður West Ham, fer í læknisskoðun hjá Lazio í dag en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar þegar hann verður samningslaus. (Telegraph)

Crystal Palace er að kaupa Wilfried Zaha aftur frá Manchester United á sex milljónir punda. Zaha fór til United fyrir tveimur árum en hann er núna í láni hjá Palace. (Guardian)

Óvíst er hvort Darren Fletcher fari frítt frá Manchester United í þessum mánuði þar sem illa gengur að semja um starfslokagreiðslu hans. (Sun)

Arsenal ætlar að fá varnarmanninn Daniele Rugani frá Empoli. (Talksport)

Cardiff og WBA vilja fá Matt Jarvis en hann hefur einungis verið einu sinni í byrjunarliði West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur. (Daily Mail)

Cardiff mun ekki ná að krækja í varnarmanninn Robert Huth frá Stoke þar sem félög í ensku úrvalsdeildinni hafa blandað sér í baráttuna. (Western Mail)

Moussa Sissoko, leikmaður Newcastle, segir að það yrði erfitt að hafna tilboði frá PSG. (Northern Echo)

Roberto Martinez, stjóri Everton, er ekki aðdáandi félagaskiptagluggans í janúar og hann ætlar ekki að kaupa mann til að fylla skarð Samuel Eto´o sem er farinn til Sampdoria. (Liverpool Echo)

David De Gea markvörður Manchester United hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið samkvæmt fréttum frá Ítalíu. (Twitter)

Maruicio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að leikurinn gegn Sheffield United í enska deildabikarnum í kvöld sé sá mikilvægasti síðan hann tók við. (Independent)

Pochettino ætlar að láta Michel Vorm spila aftur í markinu í kvöld þrátt fyrir skelfileg mistök hans gegn Leicester í enska bikarnum um síðustu helgi. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner