lau 28. febrúar 2015 18:21
Arnar Geir Halldórsson
Danmörk: Guðjón og Guðmundur spiluðu í tapi
Mynd: Instagram
Hobro 1-0 Nordsjaelland
1-0 Anders Egholm (´2)

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland heimsóttu Hobro í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Guðjón Baldvinsson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir í byrjunarliði Nordsjælland en þetta var annar deildarleikur þeirra fyrir félagið. Guðjón spilaði allan leikinn en Guðmundur fór af velli á á 86.mínútu. Adam Örn Arnarson og Rúnar Alex Rúnarsson vermdu tréverkið.

Anders Egholm skoraði eina mark leiksins eftir tveggja mínútna leik. Ekki góð byrjun hjá Nordsjælland eftir vetrarfríið en liðið tapaði 3-0 fyrir Randers í síðustu umferð.

Nordsjælland situr í 7.sæti deildarinnar með 25 stig eftir 18 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner