Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 28. febrúar 2015 14:37
Arnar Geir Halldórsson
England: Vandræði West Ham halda áfram
Glenn Murray var allt í öllu á Boleyn Ground
Glenn Murray var allt í öllu á Boleyn Ground
Mynd: Getty Images
West Ham 1 - 3 Crystal Palace
0-1 Glenn Murray ('41 )
0-2 Scott Dann ('51 )
0-3 Glenn Murray ('63 )
1-3 Enner Valencia ('76 )
Rautt spjald:Glenn Murray, Crystal Palace ('69)

West Ham fékk Crystal Palace í heimsókn á Boleyn Ground í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Alan Pardew mætti á sinn gamla heimavöll og vonaðist til að halda áfram góðu gengi á útivöllum en Crystal Palace hefur ekki tapað útileik síðan hann tók við liðinu í byrjun árs.

Glenn Murray var í fremstu víglínu hjá Palace og hann kom gestunum yfir á 41.mínútu. Réttast væri þó að skrá markið sem sjálfsmark hjá Aaron Cresswell en hreinsun hans misheppnaðist hrapallega og endaði í markinu.

Gestirnir mættu mun grimmari út í seinni hálfleikinn og Scott Dann tvöfaldaði forystuna á 51.mínútu. Glenn Murray var svo aftur í sviðsljósinu eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann kom Crystal Palace í 3-0. Nokkrum mínútum síðar fékk títtnefndur Murray sitt annað gula spjald og þar með rautt.

West Ham efldust í kjölfarið og pressuðu stíft. Enner Valencia minnkaði muninn á 76.mínútu en nær komust West Ham ekki og verðskuldaður sigur Crystal Palace staðreynd. West Ham aðeins unnið einn deildarleik á þessu ári og fjarlægist evrópudraumur Hamranna með hverjum leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner