lau 28. febrúar 2015 15:04
Arnar Geir Halldórsson
Mario Gomez nýtur lífsins hjá Fiorentina
Mario Gomez
Mario Gomez
Mynd: Getty Images
Þýski markahrókurinn Mario Gomez segir að fólk muni sjá það besta frá honum á næstu vikum.

Framherjinn var keyptur fyrir 20 milljónir evra frá Bayern Munchen árið 2013 en hefur átt erfitt með að festa sig í sessi í ítalska boltanum þar sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Fiorentina sló Tottenham út úr Evrópudeildinni á fimmtudag þar sem Gomez var á skotskónum og hann kveðst ánægður með lífið á Ítalíu.

,,Ég hef verið í góðu líkamlegu standi í tvo mánuði og er að nálgast mitt besta form. Ég hef verið að spila vel án þess að skora og hef verið gagnrýndur fyrir markaleysið. En þegar ég er í góðu standi koma mörkin að sjálfu sér og ég hef aldrei misst trú á því.” sagði Gomez.

Fiorentina dróst á móti Roma í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og þá er liðið komið í undanúrslit ítalska bikarsins þar sem liðið mætir Juventus. Fiorentina situr í 5.sæti Serie A, sex stigum frá Meistaradeildarsæti en Gomez ætlar sér með liðið í það sæti.

,,Við þurfum að sigra Roma í Evrópudeildinni, Juventus í bikarnum og Napoli í baráttunni um 3.sætið. Þetta eru þrjú stærstu lið Ítalíu en ég hef trú á okkur.” sagði Þjóðverjinn kokhraustur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner