Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. febrúar 2015 17:08
Magnús Már Einarsson
Rak rangan mann af velli gegn Manchester United
Brown og O´Shea reyna að tala East til.
Brown og O´Shea reyna að tala East til.
Mynd: Getty Images
Roger East, dómari, gerði sig sekan um slæm mistök í 2-0 sigri Manchester United á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag.

East rak þá Wes Brown af velli um miðjan síðari hálflek þegar liðsfélagi hans John O'Shea átti að fá rauða spjaldið.

Brown og O'Shea, sem léku báðir með United á árum áður, voru í baráttu við Radamel Falcao sem var að komast í upplagt marktækifæri.

O'Shea braut á Falcao og vítaspyrna var réttilega dæmd. East rak hins vegar Brown af velli þar sem hann taldi að hann hefði verið sá seki.

Brown og O'Shea reyndu báðir að tala East til og segja honum það rétta í málinu en allt kom fyrir ekki.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum svona atvik í ensku úrvalsdeildinni en margir muna eftir því á síðasta tímabili þegar Andre Marriner rak Kieran Gibbs leikmann Arsenal af velli en ekki liðsfélaga hans Alex Oxlade-Chamberlain.
Athugasemdir
banner
banner
banner