Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. febrúar 2015 11:00
Arnar Geir Halldórsson
Sami Khedira eftirsóttur - Man Utd gefst ekki upp á Marquinhos
Powerade
Hvað verður um Khedira?
Hvað verður um Khedira?
Mynd: Getty Images
Ánægður á Old Trafford
Ánægður á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn hefur oft verið þéttari en í dag. Við skulum þó líta á það helsta. BBC tók saman.




Schalke er komið í baráttuna um Sami Khedira, miðvallarleikmann Real Madrid, en samningur hans við spænska liðið rennur út í sumar og hefur hann verið orðaður við Man Utd og Liverpool. (Daily Star)

Man Utd hefur ekki gefist upp á að fá Marquinhos, varnarmann PSG, þrátt fyrir að franska félagið hafi gefið það út að hann sé ekki til sölu. (Daily Mail)

Valencia hyggst bjóða Jose Luis Gaya, 19 ára vinstri bakverði liðsins, nýjan samning en frammistaða hans í vetur hefur vakið athygli liða á borð við Man Utd og Arsenal (Daily Star)

Mark Hughes, stjóri Stoke, vonast til að Chelsea taki 7 milljón punda tilboði í Victor Moses. (Daily Express)

David De Gea, markvörður Man Utd, er ánægður á Old Trafford og segir sögusagnir um ósætti milli sín og van Gaal helbera lygi. (Daily Mail)

Frank De Boer, stjóri Ajax, segist ekki hafa fengið tilboð frá Newcastle um að taka við liðinu en hann var orðaður við starfið þegar Alan Pardew yfirgaf St.James´ Park (Newcastle Chronicle)

Manuel Pellegrini, stjóri Man City, á að hafa rætt við Vincent Kompany um lélegt form Belgans uppá síðkastið (Guardian)

Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, íhugar að ráða íþróttasálfræðing til félagsins til að hjálpa leikmönnum að endurheimta sjálfstraustið. (Daily Mail)

Athugasemdir
banner
banner