Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 28. febrúar 2015 06:00
Eyþór Ernir Oddsson
Tindastóll endurnýjar samninga við þrjá leikmenn
Bjarni Smári og Benjamín í neðri röðinni í rauðu ásamt Arnari Skúla Atlasyni en Ingvi Hrannar er í rauðu í efri röðinni ásamt Konráð Frey Sigurðssyni og Guðna Þór Einarssyni
Bjarni Smári og Benjamín í neðri röðinni í rauðu ásamt Arnari Skúla Atlasyni en Ingvi Hrannar er í rauðu í efri röðinni ásamt Konráð Frey Sigurðssyni og Guðna Þór Einarssyni
Mynd: Tindastóll
Ingvi Hrannar Ómarsson, Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson og Bjarni Smári Gíslason skrifuðu í gær allir undir nýjan samning við lið Tindastóls frá Sauðárkróki.

Þeir spiluðu allir með Tindastól síðastliðið sumar þegar liðið féll niður í 2. deild með aðeins fjögur stig, en þeir höfðu verið þrjú tímabil í fyrstu deild.

Ingvi Hrannar hefur leikið 164 leiki í Meistaraflokki fyrir knattspyrnudeild Tindastóls en Benjamín hefur leikið 105 leiki og Bjarni Smári hefur leikið 33 leiki.

Búist er við því að Tindastóll framlengi samningi sínum við fleiri leikmenn á næstunni.
Athugasemdir
banner