lau 28. febrúar 2015 21:30
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal ánægður með leik Man Utd gegn Sunderland
Van Gaal fer glaður á koddann í kvöld
Van Gaal fer glaður á koddann í kvöld
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Man Utd, var ánægður með sitt lið í dag þegar liðið hafði betur gegn Sunderland á Old Trafford.

,,Fyrri hálfleikurinn hefði getað verið betri en í seinni hálfleiknum stjórnuðum við leiknum, skoruðum mörk, sköpuðum færi og gáfum engin færi á okkur. Ég er mjög ánægður."

,,Ashley Young spilaði mjög góðan leik. Hann hefur kraft og öryggi í sínum leik og ég var ánægður með hann. En ég var ánægður með fleiri leikmenn. Falcao gerði vel þegar hann fékk vítaspyrnuna."
sagði van Gaal.

Wayne Rooney skoraði bæði mörk liðsins en hann hafði spilað átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar kom að leiknum í dag.

,,Allir leikmenn þurfa sjálfstraust og þegar þú skorar tvö mörk þá eflist sjálfstraustið." sagði Hollendingurinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner