Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   þri 28. febrúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Hvað kostar að halda úti liði í Pepsi-deild karla?
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það kostar sitt að halda úti liði í Pepsi-deild karla. Í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í þessari viku mættu formenn FH, KR og Stjörnunnar og ræddu fjármálin.

„Ég myndi halda að meðaltals kostnaður á liði í Pepsi-deildinni sé 80 milljónir króna á ári. Það gefur okkur það að einhver lið skríða yfir hundrað og önnur fara neðar," sagði Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar hjá Íslandsmeisturum FH.

„Ég held að þessir klúbbar sem hafa verið í toppnum slagi yfir hundraðið og Stjarnan er þar á meðal." sagði Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

„Við erum um hundrað. Það eru ýmsar breytur sem koma inn í þetta. Í Evrópukeppni eru menn að fara mislangar leiðir og það spilar margt inn í þetta. Þetta eru ekki bara laun leikmanna sem slík," sagði Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR.

Stærstur hluti af tekjum félaga kemur í gegnum styrktar og samstarfsaðila. Formennirnir vilja þó meina að styrktarsamningar séu ekki að ná að fylla jafnmikið upp í reksturinn og áður.

„Auglýsingasamningar hækka ekki í takt við það sem er að gerast á leikmannamarkaðinum. Maður myndi vilja sjá styrktarsamningar fylgja í takt við það. Hjá félagi eins og Stjörnunni eru miklu fleiri deildir. Til dæmis handboltinn og karfan. Þetta eru fáir bitar og það er verið að bítast um þessa sömu bita. Það gerir þetta erfitt," sagði Sæmundur.

Formenn félaga eru sjálfir launalausir. „Það er mikið af sjálfboðaliðum í hreyfingunni. Við erum allir launalausir hjá okkur félögum. Maður veltir því hvort það muni breytast í þessu starfi. Ég er ekki að biðja um það að fá laun í mínu starfi fyrir KR. Það gæti gerst einn daginn en þá verður maður örugglega hættur þessu," sagði Kristinn.

Hér að ofan má horfa á umræðuna í heild.
Athugasemdir
banner
banner