Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2017 21:43
Þorsteinn Haukur Harðarson
Championship: Newcastle endurheimti toppsætið eftir dramatík
Newcastle er komið á toppinn.
Newcastle er komið á toppinn.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Birkir Bjarnason lék seinustu fimm mínúturnar fyrir Aston Villa þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Bristol City. Annar sigur Villa í röð. Hörður Björgvin Magnússon sat á bekknum hjá Bristol og kom ekkert við sögu.

Þá náði Newcastle toppsætinu á ný með sigri gegn Brighton í toppslag deildarinnar. Brighton komst yfir með marki úr víti snemma leiks en Newcastle snéri taflinu við með tveimur mörkum á seinustu tíu mínútum leiksins og tók toppsætið af Brighton.

Þá vann Blackburn Rovers 1-0 sigur gegn Derby.

Aston Villa 2 - 0 Bristol City
1-0 Jonathan Kodjia ('54 )
2-0 Hourihane ('59 )

Brighton 1 - 2 Newcastle
1-0 Glenn Murray ('14 , víti)
1-1 Diame (´80)
1-2 Perez (´89)

Blackburn 1 - 0 Derby County
1-0 Craig Conway ('58 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner