Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 28. febrúar 2017 17:30
Elvar Geir Magnússon
Ferguson ekki tilbúinn fyrir Rangers
Barry er lifandi goðsögn hjá stuðningsmönnum Rangers.
Barry er lifandi goðsögn hjá stuðningsmönnum Rangers.
Mynd: Getty Images
Barry Ferguson, fyrrum fyrirliði Rangers í Glasgow, segist ekki vera tilbúinn til að verða knattspyrnustjóri félagsins.

Ferguson er 39 ára og var talinn meðal þeirra líklegustu til að taka við af Mark Warburton.

segir Ferguson sem sagði upp sem stjóri D-deildarliðsins Clyde á sunnudag.

„Ég á mikið eftir ólært og tel mig ekki vera tilbúinn til að verða stjóri hjá svona stóru félagi. Ég er ekki það heimskur að telja mig vera tilbúinn," segir Ferguson sem segist ekkert hafa rætt við forráðamenn Rangers. „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan sögurnar koma."

Ferguson vann 15 titla í Skotlandi sem leikmaður Rangers, þar á meðal skoska meistaratitilinn fimm sinnum.

„Ég var hjá félaginu frá því ég var átta ára. Ég fór í nokkur ár til að spila með Blackburn en kom svo aftur til baka. Það gengur ekki nægilega vel hjá félaginu sem stendur en ég er viss um að það muni koma til baka. Rangers er félag sem er enn í hjarta mínu."

Rangers er í þriðja sæti skosku deildarinnar með 43 stig en erkifjendurnir í Celtic eru á toppnum með 76 stig.
Athugasemdir
banner
banner