Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. febrúar 2017 13:10
Elvar Geir Magnússon
Fimm atriði sem Klopp þarf að laga í sumar
Klopp var ekki í góðu skapi í gær.
Klopp var ekki í góðu skapi í gær.
Mynd: Getty Images
Moreno er ekki nægilega góður fyrir Liverpool.
Moreno er ekki nægilega góður fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Titilvonir Liverpool hafa hrunið eftir hörmulega fyrstu tvo mánuði ársins 2017. Liðið hefur fallið úr báðum bikarkeppnunum og stuðningsmenn óttast að Meistaradeildarsæti landist ekki.

Mirror hefur tekið saman fimm stór atriði sem Jurgen Klopp knattspyrnustjóri þarf að koma í lag í sumar.

1) Karakterinn
Frábær úrslit Liverpool gegn stórum liðum og hrun gegn þeim minni sýnir að hugarfarið er rangt. Leikmenn eiga auðvelt með að gíra sig upp fyrir leiki gegn liðunum í topp sex en vanmeta leikina gegn liðunum sem eru nálægt botninum.

Jordan Henderson er eini leiðtoginn sem lætur í sér heyra á vellinum og hans var sárt saknað í frammistöðunni slöku gegn Leicester. Liverpool hefur ekki fyllt í þau skörð sem mynduðustu þegar leiðtogarnir Steven Gerrard og Jamie Carragher fóru.

Klopp þarf að fá réttu karakterana inn í sumar, eins og Jose Mourinho gerði hjá Manchester United með því að fá Zlatan Ibrahimovic.

2) Kaupa almennilegan markvörð
Jurgen Klopp hefur engan veginn náð að leysa vandræði Liverpool hvað varðar markvarðarstöðuna. Hann ákvað að Simon Mignolet væri ekki nægilega góður. Að fá þá inn reynslulítinn Loris Karius var ekki lausnin.

Þrátt fyrir óbrjótandi sjálfstraust þýska markvarðarins þá hefur það sýnt sig að hann er ekki orðinn nægilega góður fyrir ensku úrvalsdeildina. Stuðningsmenn Liverpool spyrja sig af hverju ekki hafi verið reynt við Joe Hart síðasta sumar?

3) Leysa vandræðin í miðverðinum
Að spila Lucas sem miðverði gegn Jamie Vardy hringir viðvörunarbjöllum. Lucas er miðjumaður sem Klopp telur að sé ekki nægilega góður til að spila á miðjum vellinum. Hann telur þó að hann höndli það að vera í hjarta varnarinnar gegn einum sneggsta sóknarmanni deildarinnar.

Dejan Lovren er oft meiddur og Mamadou Sakho var hent út í kuldann eftir hans besta tímabil fyrir Liverpool.

Klopp þarf að skoða þessi mál ofan í kjölinn og kaup á Virgil van Dijk frá Southampton yrðu frábær kaup. En er leikmaðurinn tilbúinn að fara til Liverpool eins og staðan hjá liðinu er?

4) Kaupa traustan vinstri bakvörð
James Milner er látinn spila út úr stöðu því liðið hefur ekki almennilegan leikmann í þessa stöðu. Alberto Moreno er augljóslega vonlaus sem varnarmaður svo það var rétt hjá Klopp að taka hann úr liðinu.

En hann hefði frekar átt að kaupa almennilegan vinstri bakvörð síðasta sumar í stað þess að láta James Milner spila þarna. Milner er frábær leikmaður en er ekki vinstri bakvörður og myndi nýtast Liverpool frekar á miðjum vellinum.

Það er kaldhæðnislegt að Milner fór frá Manchester City því Brendan Rodgers lofaði honum tækifærum í sinni uppáhalds stöðu á miðri miðjunni. Hjá Klopp spilar hann svo sem vinstri bakvörður.

5) Kaupa markaskorara
Þrátt fyrir markaflóðið fyrri hluta tímabilsins voru alltaf áhyggjur af því að liðinu vantaði alvöru „níu". Þeir voru með þennan leikmann í Daniel Sturridge en meiðsli hans og takmörkuð trú Klopp á honum hefur sett hann í skuggann.

Divoc Origi er enn of sveiflukenndur svo hægt sé að treysta á hann svo Klopp hefur notað Roberto Firmino sem falska níu. Brasilíumaðurinn átti frábært tímabil þar til nýtt ár gekk í garð. Þrátt fyrir að vera góður leikmaður snýst hans leikur ekki aðallega um að skora.

Sadio Mane er líklega það næsta sem Klopp hefur í markaskorara núna en hann er jafnvel betri í að hlaupa á varnirnar fra vængjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner