Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. febrúar 2017 17:35
Elvar Geir Magnússon
Ingólfur Sigurðsson í Gróttu (Staðfest)
Ingólfur fór upp með Víkingi Ólafsvík 2015.
Ingólfur fór upp með Víkingi Ólafsvík 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Grótta heldur áfram að bæta við leikmannahóp sinn en félagið hefur samið við sóknarleikmanninn Ingólf Sigurðsson.

Hinn 24 ára gamli Ingólfur lék með Fram fyrri hluta síðasta tímabils áður en hann fór í KH þar sem hann kláraði tímabilið.

Á ferli sínum hefur Ingólfur einnig leikið með KR, Þrótti R, Víkingi Ó. og KV.

Fyrr í dag greindum við frá því að Gróttumenn hefðu samið við Patrik Snæ Atlason og Andra Má Hermannsson.

Grótta leikur í Inkasso-deildinni í sumar eftir að hafa landað öðru sæti 2. deildar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner